Guðmundur Jónsson fæddist í Hafnarfirði, 11. október 1962 og bjó í Reykjavík fram að 5 ára aldri, er hann fluttist norður til Skagastrandar. Þar ólst hann upp í friði og spekt og hneigðist hugur hans snemma til tónlistar. Um fermingu lærði hann undirstöðuatriðin á gítar og byrjaði að spila og syngja í bílskúrshljómsveitum er báru nöfn eins og Hörmung, Prelódía, Sýróp, og Janus. Sautján ára gamall hóf Guðmundur tónmenntakennara- og píanónám í Tónlistarskóla Reykjavíkur og Fjölbrautarskóla Breiðholti. Eftir að hafa flosnað úr name stofnaði hann ásamt Sigríði Beinteinsdóttur söngkonu og fleirum, hljómsveitina Kikk 1981 og fengu þau skömmu seinna hljómplötusamning hjá Steinum hf er gaf út 1984 samnefnda plötu þeirra. Á þeirri plötu urðu fyrstu hljóðrituð lög Guðmundar heyrkunnug og er platan leit dagsins ljós, var hann að vísu hættur í sveitinni og farinn norður til sjós. Meira
Facebook Youtube SpotifyTónlist.is SoundCloud